KIA

25 ára afmæli Listasafnsins fagnað á árinu

Á kynningarfundi sem haldinn var í Listasafninu á Akureyri í dag var dagskrá ársins 2018 og komandi starfsár kynnt. Einnig var farið í gegnum þær framkvæmdir sem nú standa yfir á Listasafninu og þær útskýrðar.

Í lok fundarins var undirritaður nýr samstarfssamningur Listasafnsins og Icelandair Hotels Akureyri og Air Iceland Connect. Það var Sigrún Björk Sigurðardóttir, hótelstjóri Icelandair Hotels Akureyri, og Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins, sem undirrituðu samninginn. Prentaðri dagskrá ársins var í dag dreift í öll hús á Akureyri.

Haldið verður upp á 25 ára afmæli safnsins í lok ágúst en nánari útlistun á því verður kynnt síðar. Gjörningahátíðin A! er á sínum stað í dagskránni og í ár verður Listasafnið í fyrsta sinn þátttakandi í Iceland Airwaves á Akureyri.

Yfirlitssýningar á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar, Heima, og Arnar Inga, Lífið er LEIK-fimi, ásamt einkasýningu franska myndlistarmannsins Ange Leccia, Hafið, loka svo árinu með komandi hausti.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó