35 X Ég og nokkrar leikkonur


Í nútíma samfélagi stöndum við frammi fyrir stöðugum vangaveltum um eigin sjálfsmynd. Flest allir einstaklingar eru í stöðugri endurskoðun um hverjir þeir eru og hvernig þeir birtast öðrum. Þetta er bein afleiðing af daglegri notkun margskonar samfélagsmiðla. Markmið sýningarinnar “35 X ÉG OG NOKKRAR LEIKKONUR” er að hvetja áhorfendur í að taka upp meira rými í hinum stafræna heimi. Ein kenning vinnuhópsins er að við getum smeygt okkur inn í internetið og mótað það í feminíska útópíu, þ.e. stelpurými þar sem samstaða getur átt sér stað og er listræn tilraun sem leitast við að skapa annan valmöguleika á móti kynbundinni menningu sem hefur orðið meira áberandi í kjölfar herferða á borð við #metoo.

Sýningin samanstendur af gagnvirkum stöðvum sem eru hannaðar til þess að leiðbeina áhorfendum í að þróa og setja fram internet persónu sína á netinu. Áhorfandinn fær einnig ráð um hvernig eigi að nýta mismunandi samfélagsleg gildi og viðmið sem fyrirfinnast á netinu. Gestaleikkona í sýningunum á Akureyri er Saga Geirdal.

Sýnt verður í Rósenborg og komast aðeins 35 áhorfendur á hverja sýningu. Sýningar verða aðeins
fjórar talsins:
Þriðjudaginn 20.03.18 kl. 18:00 og kl. 20:00
Miðvikudaginn 21.03.2018 kl. 18:00 og kl. 20:00

Miðapantanir eru á info@blauefrau.com og almennt miðverð er 2.500 kr. en 1.500 kr. fyrir nema og
öryrkja. MIKILVÆGT ER AÐ PANTA MIÐA TIL AÐ FÁ UPPLÝSINGAR SENDAR FYRIR
SÝNINGUNA.
“Kvöldið hefur vægast sagt verið, óvænt og frelsandi. Leikhópurinn hefur sýnt fram á stórkostlega
sköpunarhæfni – ég hefði gjarnan viljað upplifa allar stöðvarnar. Að leikgleðinni undanskilinni, er
undirliggjandi boðskapurinn alvarlegur: Vilji til þess að virkilega breyta: Að brjóta feðraveldið á bak
aftur”
– Sonja Mäkelä/HBL Finland

Haustið 2016 kallaði finnska leikdúóið Blaue Frau eftir samstarfi við listamenn frá Norðurlöndunum
fyrir sýninguna þeirra “35 X ÉG OG NOKKRAR LEIKKONUR”. Þeir sem sóttu um fengu það verkefni að lýsa því hvernig hið persónulega og faglega skarast og sameinast í starfi þeirra sem leikkona. Blaue Frau hlaut alls 139 umsóknir frá Norrænum leikkonum sem allar virtust eiga í svipuðum vanda. Í kjölfar opna kallsins eftir samstarfi, voru fimm leikkonur valdar til þess að taka þátt í, og skapa þessa gagnvirku þátttöku leiksýningu.
Sýningin var frumsýnd í Lilla Teatern í Helsinki í febrúar 2018. Sýningin fer fram á ensku og ferðast til Norðurlandanna 2018-2019. Næstu staðfestu sýningarstaðir árið 2018 eru í Svíþjóð í Stockholm.
Vinnuhópurinn – leikkonur:
Sonja Ahlfors (Blaue Frau/FIN), Lidia Bäck (FIN), Bergdís Júlía Jóhannsdóttir (IS),
Sepideh Khodarahmi (SE), Nina Matthis (SE), Klara Wenner Tångring (SE), Joanna Wingren
(Blaue Frau/FIN), Stefan Åkesson (Poste Restante/SE).
Ljósahönnun: Meri Ekola (FIN), Búningahönnun, förðun og hár: Malin Nyqvist (FIN),
Sviðsmyndahönnun: Kristina Sedlerova (FIN), Hljóðhönnun: Stefan Johansson (SE), Framleiðandi:
Elina Tervonen (FIN)

Sambíó

UMMÆLI