Prenthaus

60 milljónir króna í nútímavæðingu leik- og grunnskóla

Glerárskóli

Glerárskóli á Akureyri

Á fundi fræðsluráðs í síðustu viku var fjallað um þá ákvörðun bæjarstjórnar að verja á hverju ári næstu þrjú árin 20 milljónum króna í að syðja við nútímavæðingu í leik- og grunnskólum bæjarins, samtals 60 milljónum króna. Þessi ákvörðun var nánar kynnt á kynningarfundi um fjárhagsáætlun bæjarins sem haldinn var 29. nóvember sl.

Í samningi Framsóknarflokks, L-lista og Samfylkingar um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar árin 2014-2018 voru m.a. nefnd eftirfarandi markmið í skólamálum:

  • Efla skólastarf og nútímavæða nám og kennslu
  • Auka virkni og áhrif foreldra í skólastarfi
  • Auka fjármagn til innra starfs leik- og grunnskóla
  • Efla sérfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum
  • Leggja áherslu á og auka hreyfingu og virkni

UMMÆLI