Akureyrarbær hvetur bæjarbúa að hreinsa til í bænum eftir veturinn

Mynd af Akureyri.is

Starfsmenn Akureyrarbæjar munu ekki fjarlægja garðaúrgang frá lóðarmörkum en gámar verða staðsettir í hverfum bæjarins frá 11.-22. maí. Í tilkynningu á vef bæjarins segir:

Akureyrarbær hvetur bæjarbúa til að taka höndum saman við að hreinsa til í bænum eftir veturinn og taka á móti sumrinu með brosi á vör.“

Staðsetning gámana verður á eftirtöldum stöðum:

  • Kaupangi
  • Hagkaup
  • Hrísalundi
  • Bónus við Kjarnagötu
  • Bónus Langholti
  • Bugðusíðu við leiksvæði
  • Aðalstræti sunnan Duggufjöru
  • Verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð

Einnig er tekið við garðaúrgangi og fl. á gámasvæði við Réttarhvamm og á móttökustöðinni
Hlíðarvöllum við Rangárvelli. Þá verða gámar staðsettir í hesthúsahverfum bæjarins.

Í hvatningu á heimasíðu bæjarins segir:

Akureyrarbær hefur stundum fengið sæmdarheitið „fegursti bær landsins“ en til þess að hann verðskuldi það þurfa allir að leggjast á eitt og taka til í sínum ranni. Það er samfélagsleg skylda okkar sem í þessum bæ búa að ganga vel um og koma í veg fyrir sóðaskap sem hlýst af uppsöfnuðu rusli.

Með því að hreinsa rusl og snyrta tré og runna í garðinum okkar hvetjum við aðra til að taka til hendinni. Stígum skrefinu lengra og tínum rusl utan lóðarmarka, við næsta göngustíg og/eða á nálægu útivistarsvæði.
Hreinsunardagur í götunni eða í hverfinu býður upp á skemmtilega samveru. Notum hugmyndaflugið og gerum tiltektina að skemmtilegu verkefni.

Opnunartímar gámasvæðis við Réttarhvamm:

Vetraropnun
Frá 16. ágúst til 15. maí:
Mánudaga til föstudaga kl. 13:00-18:00.
Laugardaga og sunnudaga kl. 13:0017:00.

Sumaropnun
Frá 16. maí til 15. ágúst:
Mánudaga til föstudaga kl. 13:00-20:00
Laugardaga og sunnudaga kl. 13:00-17:00.


UMMÆLI

Sambíó