Akureyri með augum Salman Ezzammoury

Akureyri með augum Salman Ezzammoury

Gestalistamaður Gilfélagsins sýnir afrakstur dvalar sinnar

Verið velkomin á opnun myndlistarsýningu gestalistamanns Gilfélagsins, „Akureyri með augum Salman Ezzammoury“ laugardaginn 25. ágúst kl. 14. Salman Ezzammoury, gestalistamaður Gilfélagsins í ágúst sýnir hér ný verk unnin á Íslandi innblásin af lífi og landslagi Akureyrar. Léttar veitingar í boði og listamaðurinn verður á staðnum.

Salman Ezzammoury er fæddur í Tetouan, Norður Marókkó 1959 en flutti ungur til Hollands. Nám hans í ljósmyndun við College of Applied Photography í Apeldoorn og grafískri tækni í Sivako í Utrecht gáfu honum góðan tæknilegan grunn fyrir verk hans nú til dags. Hann blandar saman málun og ljósmyndum sem gefur verkunum óhlutbundið, dulúðlegt yfirbragð en fyrir Salman er mikilvægt að tjá tilfinningar sínar, ofar öllu vill hann sýna upplifun sína á augnabliki, ástandi eða aðstæðum. Ljósmyndir hans hafa ljóðræna eiginleika og eins og með ljóðið getur það aldrei verið fullkomlega skilið, heldur hefur óljósa, leyndardómsfulla áru.

Opnunartími: 25. – 26. Ágúst kl. 14 – 20 í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23.

Sambíó

UMMÆLI