KIA

Akureyringar erlendis – Birkir á Emirates

birkir-bjarnason

Birkir Bjarnason mætti Arsenal í kvöld

Fullt af boltum rúlluðu í Evrópu í kvöld og voru þrír Akureyringar í eldlínunni.

Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Basel þegar liðið heimsótti Arsenal á stærsta sviði Evrópufótboltans, í Meistaradeild Evrópu. Birkir lék fyrstu 80 mínútur leiksins þegar svissnesku meistararnir biðu lægri hlut fyrir geysisterku liði Arsenal. Theo Walcott skoraði bæði mörk Lundúnarliðsins og komu þau bæði eftir sendingu Alexis Sanchez.

Það var einnig leikið í franska handboltanum í kvöld og þar stóðu frændurnir Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson í ströngu þegar lið þeirra, Cesson-Rennes heimsótti Dunkerque.

Eftir góða byrjun Cesson-Rennes í leiknum fór heldur að halla undan fæti og gengu heimamenn á lagið. Dunkerque hafði þriggja marka forskot í hálfleik og lauk leiknum svo með tveggja marka sigri Dunkerque, 27-25.

Geir nýtti bæði skot sín í leiknum og endaði með tvö mörk. Guðmundur Hólmar komst ekki á markalistann en stóð fyrir sínu í vörninni.

UMMÆLI