Intersand MaxCare 12 kg | Gæludýr.is

Amtsbókasafnið fer af stað með spilaklúbb fyrir krakka á aldrinum 10-13 ára

Mynd: akureyri.is

Í haust fer Amtsbókasafnið að stað með spilaklúbb fyrir börn á aldrinum 10-13 ára. Klúbburinn mun hittast á kaffihúsi safnsins, Orðakaffi, annan hvern miðvikudag kl. 17:00-18:30. Fyrsti spilafundur verður haldinn þann 20. september. Hrönn Björgvinsdóttir, bókavörður, mun leiða hópinn. Lengd hvers spilafundar mun fara eftir hvaða spil verður spilað hverju sinni.

Ekkert þáttökugjald verður í klúbbin og eru allir krakkar á aldrinum 10-13 ára boðnir velkomnir. Þá er engin þörf á skráningu, nóg er að mæta á staðinn.

Foreldrar og forráðamenn geta fylgst með starfi spilaklúbbsins í hóp á Facebook. Nánari upplýsingar veitir Hrönn á netfanginu: hronnb@akureyri.is

Spilaklúbburinn mun hittast á eftirfarandi dögum í haust:

20. sept.
4. okt.
18. okt.
1. nóv.
15. nóv.
29. nóv.
13. des.

UMMÆLI

Sambíó