Andri Már Mikaelsson íshokkímaður SA árið 2016

Andri Már er íshokkímaður ársins hjá SA

Andri Már er íshokkímaður ársins hjá SA

Andri Már Mikaelson hefur verið valinn íshokkímaður ársins hjá Skautafélagi Akureyrar. Andri Már er 26 ára sóknarmaður og fyrirliði SA Víkinga sem urðu Íslandsmeistarar á síðasta tímabili. Hann spilaði einnig fyrir Karlalandslið Íslands á heimsmeistaramótinu á Spáni í vor.

Andri hefur spilað íshokkí frá unga aldri og hóf meistaraflokksferil sinn aðeins 16 ára gamall. Hann hefur spilað með öllum yngri landsliðum og tekið þátt í 8 heimsmeistaramótum með karlalandsliði Íslands. Hann hefur unnið 5 Íslandsmeistaratitla með SA Víkingum og tvisvar sem fyrirliði.

Í tilkynningu frá Skautafélagi Akureyrar segir:

 ,,Andri Már er mikill íþróttamaður og frábær fyrirmynd fyrir ungu kynslóðina. Andri var ekki alltaf besti leikmaður SA en með dugnaði og miklum metnaði hefur Andra tekist á síðustu árum að verða allra besti leikmaður SA Víkinga og einn besti leikmaður deildarinnar. Andri æfir meira en nokkur annar leikmaður SA Víkinga sem sést vel á leikstíl Andra en fáir leikmenn í deildinni búa yfir jafn mikilli yfirferð. Andri er til jafns frábær sóknarmaður sem varnarmaður og spilar alltaf líkamlega fast. Andri er ávallt með stigahæstu mönnum og er jafnan efstur í +/- tölfræði Víkinga sem sýnir hversu góður varnarmaður hann er.Andri er mikill keppnismaður með stórt SA hjarta og leiðtogi í liði Víkinga. Skautafélag Akureyrar er stollt af að hafa Andra Má í sínum röðum og hann er sannarlega vel að nafnbótinni kominn.“

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó