Arnór, Arnþór og Hafþór verða með Akureyri

Hafþór, Arnþór og Arnór Þorri við undirritun samninga.

Handknattleiksmennirnir Hafþór Már Vignisson, Arnþór Gylfi Finnsson og Arnór Þorri Þorsteinsson hafa endurnýjað samninga sína við Akureyri Handboltafélag og munu leika með liðinu í 1.deildinni næsta vetur.

Arnþór Gylfi er 22 ára gamall línumaður sem kom við sögu í 20 leikjum með Akureyri á síðustu leiktíð og skoraði átta mörk. Arnór Þorri er 23 ára gömul vinstri skytta sem hefur auk Akureyrar leikið með Víkingi Reykjavík en Arnór Þorri skoraði 18 mörk fyrir Akureyri á síðustu leiktíð.

Hafþór Már er yngstur þeirra þriggja, á átjánda aldursári en Hafþór er afar efnileg hægri skytta og er hluti af U19 ára landsliði Íslands um þessar mundir.

Sambíó

UMMÆLI