ART AK lífgar Amaro-húsið við

Listaverkin njóta sín vel í glugganum.

Thora Karlsdóttir, listamaður og stofnandi ART AK vinnustofur og gallerý, opnaði nýverið samsýningu listamanna í Amaro-húsinu. Eins og flestum Akureyringum er kunnugt stendur Amaro-húsið í Hafnarstrætinu í miðbænum og er sjaldan fullsetið. Thora segir hugmyndina hafa kviknað þegar hún labbaði daglega framhjá tómum og skítugum glugganum og fannst þannig tilvalið að fylla hann af fallegum listmunum og e.t.v. viðburðum eða gjörningum í sumar.

Að þessu sinni eru það listamennirnir Aðalsteinn Þórsson, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Ólafur Sveinsson, Heiðdís Hólm og Thora sjálf, sem sýna í glugganum. Sýningin er vitaskuld opin allan sólahringinn og aðgengileg öllum sem eiga leið hjá.

Glugginn í Amaro-húsinu snýr í göngugötuna.

Flott framtak hjá Thoru fyrir listina og listamennina og spennandi verður að sjá hvað gerist í framhaldinu í sumar.


UMMÆLI