Prenthaus

Ásthildur og Stefán Elí sjá um nýjan þátt á N4

Ásthildur og Stefán Elí sjá um nýjan þátt á N4

Þau Ásthildur Ómarsdóttir og Stefán Elí Hauksson sjá um nýja þætti á sjónvarpsstöðinni N4. Um er að ræða sex þætti þar sem ungt fólk á Norðurlandi eystra er til umfjöllunar.

Þátturinn heitir Ég um mig og er um ungt fólk á svæðinu sem er að gera spennandi hluti og fást við óhefðbundin viðfangsefni. Ásthildur og Stefán eru yngsta dagskrárgerðarfólkið á N4 en þau stunda bæði nám við Menntaskólann á Akureyri.

Fyrsti þátturinn fer í loftið mánudaginn 4. febrúar en Stefán og Ásthildur voru gestir í Föstudagsþættinum á N4 þar sem þau spjölluðu um nýja þáttinn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó