Baðhellar í Vaðlaheiði unnu hugmyndakeppnina um nýtingu lághitavatns á norðausturlandi

Stefán sáttur með vinninginn

EIMUR, Íslensk Verðbréf og Vaðlaheiðargöng hf. stóðu fyrir hugmyndasamkeppni um nýtingu lághitavatns á Norðurlandi Eystra. Fjölmargar hugmyndir bárust en aðeins fjórar voru valdar í úrslitin sem tilkynnt voru í dag.
Það var hann Stefán Tryggva og Sigríðarson, eigandi hótelsins Natur í Vaðlaheiði, sem bar sigur úr býtum með hugmynd sinni að byggja baðhella við Vaðlaheiðargöng.
Í verðlaun var ein og hálf milljón íslenskra króna og að auki munu Íslensk verðbréf bjóða sigurvegaranum aðstoð við tillögur um hugsanlegar leiðir til fjármögnunar, að meta og gera rekstraráætlun ásamt því að meta áætlaða fjárfestingarþörf og fleira í þeim dúr.

Hér að neðan má sjá verðlauna hugmyndina sem ber heitið: Svörtu Loft.

Sambíó

UMMÆLI