Bandarísk útvarpsstöð á Götubarnum

Bandaríska útvarpsstöðin The Current verður í beinni útsendingu frá Götubarnum á meðan Iceland Airwaves hátíðin fer fram á Akureyri. Tónlistarmenn sem koma fram á hátíðinni munu líta við í spjall og spila nokkur lög.

Á meðal þeirra sem koma fram eru 200.000 Naglbítar, Mammút og Emiliana Torrini&The Colorists. Frítt verður inn á staðinn og verður Happy Hour allan tímann.

Barinn opnar 14:30 á fimmtudag og föstudag.

Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um Iceland Airwaves á Akureyri

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó