„Börn og fánar“ eru þema Eyfirska safnadagsins í ár

Minjasafnið á Akureyri. Mynd: NorthIceland.is

Eyfirski safnadagurinn er haldin af Safnaklasa Eyjafjarðar, sem eru samtök flestra safna við Eyjafjörð.

Eyfirski Safnadagurinn er orðinn árlegur viðburður og er alltaf haldinn á sumardaginn fyrsta Á hverju ári er valið nýtt þema sem hvert safn útfærir á sinn hátt. „Börn og fánar“ eru þema Eyfirska safnadagsins í ár. Íslenska fánanum verður hampað vegna aldarafmælis fullveldis Íslands og söfnin bjóða upp á ýmislegt skemmtilegt fyrir börnin í tilefni Barnamenningarhátíðar sem haldin veður 17-22 apríl nk.

Frítt er inn á söfnin á sumardaginn fyrsta og opnunartími er frá 13-17.

Davíðshús:

Ljóðasnapp kl. 15. Ljóðskáld framtíðarinnar lesa úr nýsömdum verkum.

Hvað leynist í stofuskápnum?

Holt og hús Hákarla-Jörundar í Hrísey:

Sögur fyrir börn

Iðnaðarsafnið:

Íslenski fáninn og gömul leikföng.

Into the Arctic – Norðurslóðasetur Strandgötu 53:

Ferð fyrir börn á norðurslóðir.

Minjasafnið á Akureyri:

Skrímslagrímur – fjölskylduleiðsagnir – sumarkort – skátaþrautir og leikir

Mótorhjólasafnið:

100 ára Henderson“

Nonnahús:

Myndasöguglens – Fullt Nonnahús af teiknimyndasögum.

Myndasöguteiknari að störfum.

EndurTeikning sýning Fyrirmyndar – Bókarkápan sem ég vildi óska að ég hefði fengið að teikna.

Síldarminjasafnið Siglufirði:

Leikir barna í síldarbænum í máli og myndum.

Smámunasafn Sverrir Hermannssonar, Eyjafjarðarsveit:

Börn og fánar. „Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín“.

Einnig verður leiðsögn um Saurbæjarkirkju milli 13 og 15.

Útgerðarminjasafnið á Grenivík:

Börnin og fáninn

Amtsbókasafnið: Lokað á sumardaginn fyrsta.

Flugsafnið: Opið á sumardaginn fyrsta.

Sambíó

UMMÆLI