Dagur í öðru sæti í Syrpurappi

Frá verðlaunaafhendingunni

Akureyringurinn Dagur Guðnason endaði í öðru sæti í Syrpurappi Andrésar Andar á vegum Eddu bókaútgáfu. Dagur sem er 11 ára tók þátt með laginu Rappari sem hann samdi texta við sjálfur. Í verðlaun fær hann meðal annars stúdíótíma í Stúdíó Sýrland.

Keppn­in hófst í nóv­em­ber og voru loka­skil á textum 17. des. Tíu bestu text­arn­ir að mati dóm­nefnd­ar voru sett­ir á netið 27. des­em­ber þar sem al­menn­ing­ur gat kosið þann texta sem hon­um fannst best­ur. Mjög góð þátt­taka var í keppn­inni og fjöld­inn all­ur af textum barst.

Dagur er eini Akureyringur sem komst í úrslit í keppninni. Verðlaunaafhending fór fram í Smáralind í gær. Rappararnir í ÚlfurÚlfur voru í dómnefnd og Björgvin Franz Gíslason var kynnir. Sigurvegari Syrpurapps var  Geor­ge Ari Tusiime Devos með lagið  Toppa þig.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó