Dynheimaball í Sjallanum

Dynheimaball í Sjallanum

N3 plötusnúðar ásamt Þórhalli í Pedro standa fyrir árlegu Dynheimaballi í Sjallanum í kvöld undir yfirskriftinni: Kannski síðasta Sjallaballið. 

Þeir félagar lofa dúndrandi stemningu við tónlist sem var spiluð þegar félagsmiðstöðin Dynheimar var alsráðandi í skemmtanalífi unga fólksins. Nú er unga fólkið sem stundaði Dynheima komið yfir þrítugt og er því 30 ára aldurstakmark á ballið.
Síðustu árin hafa Dynheimaböllin slegið algjörlega í gegn. Þar hefur skapast vettvangur fyrir þá sem vilja hittast og skemmta sér og myndast sannkölluð reunion stemning.
Einnig er gaman að segja frá því að þetta er eini dansleikurinn á Akureyri yfir páskana.

Byrjað er að hita upp fyrir Dynheimaballið um páskana, þar sem félagarnir hafa gert myndbönd meðal annars við lagið Heya heya sem oft var leikið í Dynheimum og alltaf spilað á Dynheimaballi.
Myndband við lagið I was made for loving you með Kizz var einnig endurgert og er það einmitt tekið upp á sviðinu í Sjallanum.
Myndböndin má sjá hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó