Einar Sigurðsson íþróttamaður KKA í sjötta skiptið

Einar Sigurðsson íþróttamaður KKA í sjötta skiptið

Einar Sigurðsson var útnefndur íþróttamaður KKA árið 2018. Auk þess vakti frammúrskarandi árangur Einars í Motocross athygli Afrekssjóðs Akureyrarbæjar en stjórn sjóðsins samþykkti að styrkja Einar með fjárframlagi vegna ársins 2018. Styrkurinn var formlega afhentur á athöfninni Íþróttamaður Akureyrar sem fór fram í Hofi í gær.

Aðeins þrír menn hafa hreppt titilinn íþróttamaður KKA. Baldvin Þór Gunnarsson fékk titilinn árin 2006 og 2007 en síðan þá hafa Sigurðsson bræðurnir hreppt titilinn, Bjarki Sigurðsson fimm sinnum og Einar Sigurðsson núna sex sinnum.

Árið 2017 var Einar valinn í landslið Íslands í Motocross og keppti á heimsleikunum 2018 í Motocrossi (Motocross des Nations) sem haldnir voru í Michigan í Bandaríkjunum. Þar lentu Einar og félagar í 25. sæti sem er besti árangur Íslands til þessa.
Á síðasta keppnistímabili í íþróttinni varð Einar Íslandsmeistari í MX2 flokki þar sem hann vann allar keppnir tímabilsins með fullu húsi stiga. Akstursíþróttafélag Akureyrar KKA er vitaskuld stolt af sínum manni ef marka má tilkynningu frá félaginu. ,,Þetta er einstæður árangur,  sannur afreksmaður. Ekki nóg með það heldur varð hann í öðru sæti í MX Open flokknum,  vann MX1 keppnina á Akranesi.   Og auk þess í þriðja sæti í Endúróinu.  Þetta er dæmalaus árangur.  Við erum vitanlega afar stolt í KKA af þessum afreksmanni okkar,“ segir í tilkynningunni frá KKA.

UMMÆLI