Prenthaus

Eltihrellir snýr aftur til Akureyrar

Mynd: DV.is

Eltihrellirinn Valbjörn Magni Björnsson eða Magni Línberg eins og hann kýs að kalla sig í dag var ítrekað til umfjöllunar í DV fyrir tveimur árum en þá sökuðu þrjár konur hann um ofsóknir, kúgun og kynferðisbrot.

Konurnar sem sökuðu Magna um alvarleg brot eru Hrefna I. Jónsdóttir, Fanney Björk Ingólfsdóttir og fyrrverandi sambýliskona Magna, Svanhildur Sigurgeirsdóttir sem starfar á spítalanum á Akureyri.

Samkvæmt DV.is var Svanhildur í skamman tíma í sambúð með Magna en var fljót að átta sig á því að ekki var allt með felldu. Hún sleit sambandinu en í kjölfarið mátti hún þola skelfilega ofsóknir.

Í viðtali við DV á sínum tíma sagði Svanhildur:

„Magni tók blóm af leiði föður míns og setti á húddið á bílnum mínum. Síðan hringdi hann í mig og tilkynnti mér að hann væri með skilaboð frá föður mínum sem var látinn. Hann lést áður en ég kynntist Magna. Hann segist geta haft samband við framliðna og sagðist vera með skilaboð frá pabba um hvað mér væri fyrir bestu.“

Öllum óskum Svanhildar um nálgunarbann hefur verið hafnað. Magni heldur úti tveimur Facebook síðum þar sem hann deilir níði um Svanhildi og fjölskyldu hennar. Þetta er aðeins ein birtingarmynd af því ofbeldi sem Svanhildur hefur orðið fyrir frá manninum en nánar er fjallað um málið á vef DV.

Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málið hvarf Magni á braut, frá Akureyri og flutti til útlanda. Samkvæmt heimildum DV birtist hann þó óvænt á Akureyri síðastliðið haust og er nú búsettur í sömu götu og Svanhildur, fyrrverandi sambýliskona hans.

Svanhildur segist verða hans vör á hverjum degi og hann birtist jafnvel í þeim verslunum sem hún fer í og fylgi henni um þær. Samkvæmt heimildum DV gætir Magni sín nú á að hvorki hringja né tala við Svanhildi. Lýsir Svanhildur einu atvikinu á þessa leið:

„Ég var í Nettó um daginn. Þá birtist hann allt í einu. Ég var að versla og sneri ég mér við. Þá stóð hann einum metra fyrir aftan mig með augnaráð sem hefði getað drepið ef slíkt væri mögulegt.“

Nýverið opnaði Magni heimasíðu þar sem hann lýsir sig saklausan af þeim alvarlegu ásökunum sem konurnar þrjár hafa borið á hann. Þar sakar hann konurnar um að vera veikar á geði. Einnig skrifar hann opið bréf til fyrrverandi eiginmanns Svanhildar, Benedikts Guðmundssonar.

Á síðunni lýsir hann því einnig yfir að hann ætli sér meðal annars að kæra Evu Björk dóttir Svanhildar og Albert Guðmundsson fótboltakappa, sem er barnabarn Svanhildar.

Svanhildur segir að lögreglan á Akureyri hafi gert sitt besta í málinu, hún hafi fengið tilmæli um að hafa dyr sínar kirfilega lokaðar með slagbröndum en þrátt fyrir það hafi yfirvöld ekki orðið við beiðni um nálgunarbann.

Ítarlega umfjöllun um málið þar sem konurnar þrjár segja sögu sína má finna á DV.is.

Sambíó

UMMÆLI