Danski sóknarmaðurinn, Emil Lyng, hefur komist að samkomulagi við KA um að leika með liðinu út tímabilið, sem hefst eftir rétt einn mánuð.
Lyng er 27 ára gamall, stór og stæðilegur sóknarmaður sem getur einnig leyst kantstöðurnar. Hann á nokkuð flottan atvinnumannaferil að baki en hann lék síðast með Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni.
Hann hefur áður leikið utan Danmerkur en hann þótti einn af efnilegustu leikmönnum Dana fyrir nokkrum árum og var keyptur til franska stórliðsins Lille, aðeins nítján ára gamall. Hann lék aðeins fjóra leiki með aðalliði Lille áður en hann yfirgaf félagið. Hann hefur einnig leikið í Belgíu og Sviss.
Þá á hann átta leiki að baki fyrir danska U-21 árs landsliðið.
UMMÆLI