„En bíddu þú ert svo klár, afhverju ertu ekki að læra eitthvað annað?“

Guðný Ósk Karlsdóttir skrifar

Ég sit á kaffihúsi að skrifa ritgerð um óperu.

Nýbúin að eiga frábæra helgi með öllum danskennurunum sem ég vinn með og gæti ekki verið í betra skapi. Nema hvað..

Hér sitja tveir miðaldra menn við hliðina á mér. Þeir eru að tala um börnin sín og hvað sé í fréttum. Þá segir annar: Æ hún er svo upptekin af þessu leiklistar og dans kjaftæði. Alveg heltekin. Það er engin framtíð í því. Þá segir hinn: Nú talar þú eins og gamall karl. Þá svarar hinn aftur: Já ég er gamall, en það eru engar tekjur í þessum heimi og þetta er svo sorglegt af því að hún er svo klár.. Er búinn að reyna að tala hana til. Þá spyr hinn : En er hún hæfileikrík? Já hún er alveg flott í því sem hún gerir, en mér er sama þetta er rugl.

Held ég hafi misst matarlystina við að hlusta á umræðurnar sem fylgdu á eftir. Ég hef oft lent í því að heyra: En bíddu þú ert svo klár, afhverju ertu ekki að læra eitthvað annað? Ég ætla ekki að láta tekjur stoppa mig í að gera það sem ég elska. Ég mun bara búa mér til tekjur og örugglega lifa ágætu lífi. Þetta er það sem ég þoli ekki þegar fólk talar um list. Á lífið ekki að snúast um að gera það sem maður elskar og er góður í ? Ég væri örugglega þunglynd ef ég hefði farið í viðskiptafræði eins og allir vinir mínir, þó að mér finnist hún alveg áhugaverð.

Það að heyra foreldra tala svona gerir mig leiða. Ég gæti verið að þjálfa þessa stelpu. Ég gæti verið fyrirmyndin hennar. En pabbi hennar talar um kjaftæði. Eru þetta í alvöru skilaboðin sem við erum að senda börnunum okkar í dag? Ætli þessir menn geri sér aldrei glaðan dag með því að kíkja í leikhús eða á tónleika? Jú veistu ég held það.

Á ekki til eitt aukatekið orð.


UMMÆLI

Sambíó