Fótbolta sumarið hefst í dag, svona líta vellirnir út á Akureyri

Fótbolta sumarið hefst formlega í dag þegar flautað verður til leiks í Pepsi deild karla. Tveir leikir eru á dagskrá í kvöld en Valur tekur á móti KR og Keflavík heimsækir Stjörnuna í Garðabæ.

KA spilar sinn fyrsta leik í deildinni á morgun en þá heimsækja þeir Fjölni en leikið verður í Egilshöll.

Fyrsti leikur Þórs í Inkasso deildinni er 5. maí þegar liðið sækir Hauka heim í Hafnarfjörð.

Kaffið fór á flug með dróna í vikunni og smellti til gamans myndum af fótboltavöllum félaganna á Akureyri. Eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan eru vellirnir nokkuð frá því að vera tilbúnir í fyrsta leik eftir 12 daga.

Fyrsti leikur á Akureyrarvelli fer fram 12. maí eða eftir 15 daga þegar ÍBV heimsækja KA menn heim. Fyrsti leikur á Þórsvelli er 9. maí, eftir 12 daga, en þá leikur sameinað kvennalið Þór/KA á móti HK/Víking. Fyrsti leikur karlaliðs Þórs fer fram daginn eftir 10. maí þegar ÍA kemur í heimsókn. Karlalið Þórs á reyndar heimaleik í Mjólkurbikarnum 1. maí en sá leikur hefur verið settur í Bogann.

Þórsvöllur 25. apríl. Mynd/Kaffið.is-Jónatan

 

Akureyarvöllur 25. apríl. Mynd/Kaffið.is-Jónatan

Sambíó

UMMÆLI