Frítt í sund á Akureyri í dag

Sundlaug Akureyrar á blíðviðrisdegi

Akureyri á iði fer fram í maí mánuði. Frístundaráð bæjarins hefur skipulagt ásamt íþróttafélögum, einstaklingum og fyrirtækjum dagskrá þar sem boðið verður upp á fjölbreytta hreyfingu og heil. Allir viðburðir verkefnisins eru gjaldfrjálsir.

Átakið hófst í gær með borðtennis og boccia í íþróttahúsinu við Glerárskóla. Þá fór einnig af stað átakið hjólað í vinnuna. Í dag er bæjarbúum og gestum boðið frítt í Sundlaug Akureyrar, Glerárlaug, Sundlaug Hríseyjar og Sundlaug Grímseyjar, allar sundlaugar Akureyrarbæjar.

Í maí verður svo nóg annað í boði fyrir fólk í bænum hjá ýmsum íþróttafélögum og stofnunum en hægt er að kynna sér verkefnið betur hér.

 

UMMÆLI

Sambíó