Fyrsti NPA-samningurinn á AkureyriSigrún María, sálfræðinemi, og Laufey Þórðardóttir undirrita NPA-samninginn. Mynd: Akureyri.is

Fyrsti NPA-samningurinn á Akureyri

Fyrsti NPA, eða notendastýrð persónuleg aðstoð, samningurinn var undirritaður á dögunum hjá búsetusviði Akureyrarbæjar.

Þjónustuformið NPA sem hingað til hefur verið rekið sem tilraunaverkefni hefur nú fengið stoð í lögum og hugmyndafræðin um sjálfstætt líf innleitt í öll ákvæði laganna.

Sigrún María Óskarsdóttir sem varð sú fyrsta til að skrifa undir samning af þessari gerð er sálfræðinemi á lokaári við Háskólann á Akureyri. Sigrún segir að þessi þjónusta sé afar mikilvæg og skipti sig miklu máli bæði í náminu og í daglegu lífi.

Nánar á Akureyri.is

UMMÆLI