Gerir upp notaða gallajakka í takt við nýjustu tísku

Egill Örn Gunnarsson

Egill Örn Gunnarsson

Egill Örn Gunnarsson er 24 ára Akureyringur búsettur í Esbjerg í Danmörku. Hann hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum undanfarið fyrir gallajakka sem hann hefur verið að gera. Við heyrðum í Agli og fengum hann til að segja okkur aðeins frá hugmyndinni.

Þetta byrjaði bara þannig að ég átti tvo svipaða denim jakka og það hafði verið hugmynd hjá mér í einhvern tíma að gera eitthvað við annan þeirra. Eftir að ég gerði jakkann þá fór fólk að spyrja hvort þetta væri eitthvað sem ég ætlaði að gera og var að sýna þessu áhuga, þannig að ég ákvað að prófa að gera fleiri.”

Rapparinn Halldór Kristinn Harðarsson eða Ká-Aká klæddist jakka frá Agli í myndbandinu sínu við lagið Draugar sem hefur vakið miklar vinsældir hér á landi. „Þegar Draugar kom út fékk ég vini mína til að deila laginu gegn því að tveir sem deildu gætu unnið jakka frá mér. Ég er að læra markaðssetningu þannig að þetta kviknaði svona út frá því og var hugsað til að reyna fá sem flestar deilingar á laginu.”

Sjá einnig: Ká-Aká og Úlfur Úlfur gefa út nýtt lag – myndband

Í kjölfarið vaknaði áhugi á jökkunum Það voru svo fleiri en ég átti von á sem höfðu áhuga á þessu hjá mér þannig ég ákvað að gera allavega nokkra í viðbót og selja til vina minna.Þetta eru notaðir, vintage jakkar sem ég panta í gegnum hinar og þessar síður ef mér lýst vel á þá og svo panta ég patcha sem ég strauja á eða sauma.”

Sjá einnig: Herratískan fyrir haustið

En er þetta eitthvað sem Egill ætlar að leggja fyrir sig? Þetta er miklu meira bara áhugamál heldur en viðskiptahugmynd en ég væri til í að samtvinna þetta áhugamál við það sem ég er að læra seinna meir. Ég hef haft mikinn áhuga á því sem við kemur fötum og tísku lengi þannig þetta er ekkert nema gaman fyrir mig.”

 

15401426_10210348106006679_946983022_n

15403071_10210348097886476_148865512_n

UMMÆLI

Sambíó