Gettu betur lið MA komst áfram í undanúrslit

Skjáskot: Lið Menntaskólans á Akureyri. Mynd: Rúv.

Lið Menntaskólans á Akureyri er komið áfram í undanúrslit Gettu betur eftir sigur á liði Fjölbrautaskólans í Breiðholti 41 – 26 í síðustu viðureign 8 liða úrslita og keppir því ásamt Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, Kvennaskólanum og Menntaskólanum í Reykjavík í undanúrslitum sem fara fram í næstu viku.

MA náði strax forystu í hraðaspurningum þar sem það náði 22 stigum meðan lið FB náði aðeins 13 stigum. MA hélt forystunni örugglega gegnum alla keppnina sem endaði með 41 stigi MA gegn 26 stigum Fjölbrautaskólans í Breiðholti.

Lið Menntaskólans á Akureyri mætir liði Fjölbrautaskólans í Garðabæ í viðureign undanúrslita þann 16. mars en lið Menntaskólans í Reykjavík og lið Kvennaskólans keppir deginum áður. Tvö þessara fjögurra liða munu svo mætast í úrslitum í Háskólabíó föstudaginn 23. mars.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó