Gleymdi að skrúfa upp rúðurnar á bílnum þegar óveðrið gekk yfir – Sjáðu myndina

Haukur Sindri Karlsson

Haukur Sindri Karlsson íbúi í Eyjafjarðasveit lenti heldur óskemmtilegri lífsreynslu í kjölfar óveðursins sem reið yfir Norðurland og Ísland um helgina. Þegar Haukur kom að bílnum sínum eftir mikið hvassviður og ofan komu sá hann að hann hafði gleymt að skrúfa upp gluggana á bílnum sínum.

Bíllinn hafði fyllst af snjó og ómögulegt var að komast inn í hann. Haukur segir þó að það hafi reynst nokkuð auðvelt að tæma bílinn. „Það var svo mikið frost í gær þannig að ég einfaldlega gat mokað mestmegnis af honum út,“ segir Haukur í spjalli við Kaffið.

„Síðan þurfti ég að vera tilbúinn með handklæði og tuskur þegar snjórinn byrjaði að bráðna. En það virkar allt í honum og hann er tandurhreinn í þokkabót.“

Mynd sem Haukur tók þegar hann kom að bílnum má sjá hér að neðan:

UMMÆLI

Sambíó