Götubarinn sýnir frá HM í Rússlandi í portinu

Búið er að breyta útisvæði Götubarsins í HM-svæði.

Götubarinn ætlar að sýna alla leikina frá heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fer fram næstu vikur í Rússlandi. Búið er að koma fyrir stórum skjá í Portinu, útisvæði barsins, ásamt stólum og borðum svo hægt sé að horfa á leikina með góðu móti.
Fyrsti leikur Íslands er á morgun kl. 14, þegar liðið mætir Argentínu, og mikill spenningur í fólki. Veðurspáin er ekki eins góð og hún hefur verið í síðustu vikur en haft er eftir framkvæmdarstjóra Götubarsins að það sé alltaf gott veður í Portinu.

„Við reiknum með hörkustemningu hérna,” segir Ruben Raes framkvæmdastjóri Götubarsins í samtali við Kaffið.is. „Við munum koma upp bar úti í porti þar sem er alltaf gott veður. Við munum sýna alla leiki Íslands ásamt öllum helstu stórleikjum á mótinu og það verða góð tilboð á barnum.”

Kaffið greindi frá því um daginn að einnig verður leikurinn sýndur á stórum skjá í Listagilinu en það er samstarfsverkefni Útvarps Akureyrar og Ölstofunnar. Það er skemmtilegt að sjá hversu mikið fyrirtæki innan bæjarsins eru að leggja á sig til að stuðningsmenn njóti leikjanna sem best en hvort heldur sem fólk ætlar sér á Götubarinn eða í Gilið er mælst til þess að fólk mæti tímanlega til að fólk nái góðum sætum og stöðum.

Sjá einnig: 

Sýnt frá HM á risaskjá á Akureyri

Sambíó

UMMÆLI