Prenthaus

Hamrarnir ná í lið: Búin að fá tugi skilaboða frá áhugasömum stelpum

Karen Nóadóttir þjálfar Hamrana

Líkt og við greindum frá á dögunum lentu Hamrarnir í vandræðum með að manna lið fyrir leik í 1.deild kvenna í dag gegn Sindra. Margir leikmenn liðsins eru staddir í Hollandi þar sem EM í knattspyrnu fer fram. Hamrarnir brugðu á þau ráð að auglýsa eftir leikmönnum á Facebook og viðbrögðin hafa ekki staðið á sér. Leikurinn hefst klukkan 19 í dag í Boganum.

Sjá einnig: Hamrarnir auglýsa eftir leikmönnum á Facebook

Karen staðfesti það á Facebook síðu sinni að 8 fyrirtæki hefðu aðstoðað við að manna liðið með því að kaupa sæti. Við heyrðum hljóðið í Kareni fyrir leikinn og spurðum hvernig hefði gengið að safna í lið. „Það gekk ljómandi vel, vonum framar og var það í rauninni þannig að eftirspurnin um sæti var mun meiri en framboðið“
„Ég er síðustu sólahringa búin að fá tugi skilaboða frá stelpum héðan og þaðan sem eru tilbúnar að bjóða fram krafta sína sé þess þörf. Sumar þeirra eru gamlir Hamraleikmenn, aðrar voru í Þór eða KA og enn aðrar úr allt öðrum liðum. Flestar þeirra eru stelpur sem ekki hafa spilað fótbolta í þónokkur ár en voru samt sem áður tilbúnar að koma og hjálpa. Ég fékk meira að segja skilaboð frá einum pabba í Reykjavík sem spurði hvort okkur vantaði markmann þar sem dóttir hans væri til í að koma. Þá eru leikmennirnir mínir einnig búnir að fá sinn skerf af skilaboðum.

Lið Hamranna

Karen segist því í raun glíma við lúxusvandamál að þurfa að velja 18 leikmenn í hóp sinn. „Í ofanálag hafa margir boðist til að hjálpa í öðrum verkefnum í kringum leikinn, koma og vera í liðstjórn, aðstoða við umgjörðina á leiknum og hvaðeina. Eins og við settum þetta fram í upphafi og kannski í svolitlu gríni var uppboð á sætunum í hópnum og höfum við fengið til liðs við okkur 8 fyrirtæki sem keyptu sæti og fólu okkur það að manna þau. Það er hreint út sagt ótrúlegt og ég og við í öll sem tengjumst Hömrunum erum óendanlega þakklát fyrir það.“

„Þegar öllu er á botninn hvolft þá mætum við í leikinn með feykilega myndarlegan hóp, skipaðan einstaklingum sem tilbúnir eru að leggja sig 140% fram í kvöld sem og áhorfendur sem styðja við bakið á okkur og munu vonandi láta vel í sér heyra.“

UMMÆLI

Sambíó