Háskólabrú í tveggja ára staðnámi á Akureyri næsta haust

Háskólabrú í tveggja ára staðnámi á Akureyri næsta haust

Stefnt er að því að bjóða upp á svokallaða „Háskólabrú“ næsta haust í samstarfi Keilis og SÍMEY, verði næg þátttaka. Eins og nafnið gefur til kynna er námið sett upp til undirbúnings fyrir háskólanám og verður það til tveggja ára í staðnámi á Akureyri.

Háskólabrú Keilis hefur til nokkurra ára boðið upp á nám fyrir fólk sem ekki hefur lokið stúdentsprófi og uppfylla nemendur að loknu náminu inntökuskilyrði í háskóla hérlendis og erlendis. Fyrirkomulag námsins tekur mið af því að þeir sem það stunda geti jafnframt sótt vinnu. Helgi Þorbjörn Svavarsson verkefnastjóri hjá SÍMEY segir að námið verði í svokölluðum staðlotum þrisvar í viku, seinnipart dags, og einnig á laugardögum. Eitt fag verður kennt í einu.

Að sögn Helga Þorbjörns verður að þessu sinni boðið upp á nám í félagsvísinda- og lagadeild Keilis en vilji fólk styrkja sig frekar á t.d. raungreinasviði getur það bætt við sig raungreinum í fjarnámi. Möguleikarnir til þess að raða saman námi hvers og eins segir Helgi að séu þannig miklir. Tvisvar áður hafa Keilir og SÍMEY átt samstarf um slíkt nám og hefur reynslan af því verið mjög góð.

Hér eru frekari upplýsingar um Háskólabrú Keilis og hér er hægt að sækja um námið.

Sambíó

UMMÆLI