Prenthaus

Airwaves – Hvar og hver er off-venue á Akureyri?

Það er frábær dagskrá á Götubarnum

Akureyri er nú hluti af Iceland Airwaves en vegleg dagskrá verður bæði á fimmtudag og föstudag hér fyrir norðan. Tónleikarnir fara allir fram í Hofi, á Græna hattinum og Pósthúsbarnum. Þeir sem ekki eiga miða á Airwaves þurfa þó ekki að örvænta þar sem að fjölmargir tónleikar verða í boði off-venue hjá Backpackers, Landsbankanum og í verslun Cintamani. Einnig verður off-venue dagskrá í boði á Götubarnum og Iceland Air hóteli Akureyrar.

Akureyri Backpackers býður upp á fjölbreytta dagskrá bæði fimmtudag og föstudag þar sem Rás 2 verður á staðnum og mun senda beint út þaðan meðan þeir taka reglulega á móti tónlistarmönnum á hátíðinni. Útsending Rásar 2 mun standa fram að tónleikum á Backpackers sem hefjast klukkan fimm á fimmtudag og föstudag.

Flytjendur á Backpackers verða meðal annars: Gringlombian, Viljar Niu, Darth Coyete, Milkywhale, Ösp, Tumi Pálma, Birkir Blær, Blueberry, GKR og Þorsteinn Kári.  Rapparinn Birnir kemur fram í Landsbankanum og Cintamani býður upp á DJ Spegil, Sockface, DJ Snorra Ástráðs og Viljar Niu.

Á götubarnum verður bandaríska útvarpsstöðin The Current með beina útsendingu á meðan hátíðinni stendur. Þar munu 200.000 Naglbítar, Mammút, Hildur og Ásgeir Trausti spila á fimmtudag. Á föstudag munu svo JFDR, Ösp og Emiliana Torrini & The Colorist spila. Frítt verður inn og Happy Hour í boði fyrir gesti.

Dagskránna má sjá hér að neðan:

 

 

Sambíó

UMMÆLI