Íbúðir í eigu Stapa lífeyrissjóðs standa enn auðar

Mynd: Auðunn/Vísir.

Stapi Lífeyrissjóður á Akureyri fjárfesti í einni af nýju blokkunum í Undirhlíð, rétt við verslun Bónus í Langholti. Í ágúst síðastliðin keypti sjóðurinn heila 35 íbúða blokk en fasteignamat íbúðanna er 900 milljónir króna samanlagt. Íbúðirnar eru frá 60 til 130 fermetrar að stærð en kaupverð íbúðanna er ekki gefið upp. Frá því að Stapi keypti blokkina í ágúst hefur enginn enn þá flutt inn eins og Vísir greinir frá í dag.

Íbúðirnar voru keyptar með það markmið að leigja þær á frjálsum markaði þegar samningarnir voru undirritaðir í vor. Í kjölfarið hættu framkvæmdarstjóri og sjóðsstjóri lífeyrissjóðsins störfum og nú telja núverandi stjórn og framkvæmdarstjóri þetta ekki ákjósanlegan fjárfestingarkost.

Blokkin er nú í söluferli og segir framkvæmdarstjóri í samtali við Vísi sjóðinn vera í samningarviðræðum við aðila sem vilja kaupa blokkina. Stapi vill selja blokkina í heilu lagi og það eru ekki margir aðilar á markaðnum sem geta farið í svoleiðis fjárfestingar en salan ætti þó að klárast á næstu vikum. Framkvæmdarstjórinn segist vona að þetta komi ekki út í tapi fyrir sjóðinn en meðan enginn er í íbúðunum koma engar tekjur inn og sjóðurinn þarf því sjálfur að greiða rafmagn, hita, fasteignagjöld og annan kostnað sem fylgir fasteignunum.

 

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó