Íþróttakennari fær bætur frá Akureyrarbæ vegna raddleysis

Héraðsdóm­ur Norður­lands eystra hef­ur dæmt Ak­ur­eyr­ar­bæ til að greiða íþrótta­kenn­ara rúm­ar 160 þúsund krón­ur með vöxt­um eft­ir að radd­bönd henn­ar sködduðust vegna ófull­nægj­andi aðbúnaðar við íþrótta­kennslu.

Jóhanna Einarsdóttir var íþróttakennari í KA heimilinu þegar þar stóðu yfir framkvæmdir haustið 2011. Aðstaðan í húsinu þótti ófullnægjandi frá 26. sept­em­ber 2011 til 5. októ­ber 2011.

Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að starfsaðstæður þar hafi þá verið óboðlegar. Málið var höfðað 7. júní 2016.

Í skýrslu stefnanda segir að í hús­inu hafi verið megn lykt­ar­meng­un fyrst eft­ir að húsið var tekið í notk­un og þar hafi einnig verið mikið ryk og hávaði. Þá hafi hljóðkerfi sem hafi verið til staðar til að nota við kennsluna verið lélegt og gagnast illa.

Jóhanna var í veikindaleyfi út skólaárið 2011/2012 eftir að rödd hennar brast og hefur ekki snúið aftur til íþróttakennslu síðan. Sam­kvæmt gögn­um máls­ins hef­ur hún verið í raddmeðferð sem hef­ur ekki skilað full­nægj­andi ár­angri.

Frá framkvæmdum árið 2011. Mynd: ka.is

 

UMMÆLI

Sambíó