Gæludýr.is

KA-menn gáfu sektarsjóðinn til Barnadeildar SAk

Leikmenn KA afhenda

Leikmenn KA afhenda starfsfólki barnadeildar sektarsjóðinn. Talið frá vinstri: Hrannar Björn Steingrímsson, Ásgeir Sigurgeirsson, Guðmann Þórisson, Elfar Árni Aðalsteinsson, Hallgrímur Mar Steingrímsson og Petar Ivancic.

Jólin nálgast óðum og í dag gáfu knattspyrnumenn Knattspyrnufélags Akureyrar vel af sér í þágu góðs málefnis.

Nokkrir leikmenn Pepsi-deildar liðs KA kíktu í heimsókn á Barnadeild Sjúkrahúss Akureyrar.

Þar komu þeir færandi hendi með sektarsjóð sinn, alls 200 þúsund krónur og gáfu hann til barnadeildarinnar. Aldeilis rausnarlegt.

UMMÆLI

Sambíó