Keiluhöllin á Akureyri lokar 1. maí

Um næstu mánaðarmót verður ekki lengur hægt að fara í keilu á Akureyri

Keiluhöllin á Akureyri sem starfrækt hefur verið frá árinu 2008 í glerhúsi við Hafnarstræti mun um næstu mánaðarmót loka. Samkvæmt okkar heimildum verður húsið fjarlægt en byggja á íbúðir á reitnum.

Keiludeild Þórs var stofnuð í mars árið 2011 og hefur frá þeim tíma verið starfrækt öflugt keilufélag á Akureyri. Guðmundur Freyr Aðalsteinsson, formaður deildarinnar segir í samtali við Kaffið að mikil óvissa ríki nú um framhaldið hjá félaginu.

„Við erum í rauninni bara komin á götuna núna um mánaðarmótin og það er rosalega sorglegt. Við höfum fundað með bæjaryfirvöldum og málið er í vinnslu. Við eigum brautirnar og þurfum núna að finna nýtt húsnæði sem gæti reynst erfitt.“

„Þetta er rosalega blóðugt, við erum með öflugt barna og unglingastarf og eigum t.a.m tvo af efnilegustu keiluspilurum landsins þau Ólaf Þór Hjaltalín og Guðbjörgu Hörpu Sigurðardóttir “ segir Guðmundur að lokum

Sambíó

UMMÆLI