KFA þarf að flytja úr Sunnuhlíð í sumar

Kraftlyftingafélag Akureyrar, sem hefur verið til húsa í Sunnuhlíð síðastliðin ár, hefur verið gert að flytja úr því húsnæði í sumar. Ástæða þess er sú að Sunnuhlíð hefur verið seld og ekki hægt að endurnýja leigusamninginn við félagið.
Heit umræða hefur verið í gangi upp á síðkastið á samfélagsmiðlum þegar salan á Sunnuhlíð bar fyrst á góma. Iðkendur og aðrir stuðningsmenn félagsins hafa látið skoðun sína í ljós að ekki sé stutt nógu vel við íþróttamenn KFA með því að svipta þau húsnæði.

Grétar Skúli Gunnarsson tilkynnti tilvonandi brottför félagsins úr Sunnuhlíð í facebook hóp félagsins í dag og hvatti til umræðu um framhaldið. Þá benti hann á hugmyndir félagsins um að sameinast um húsnæði með öðrum íþróttagreinum í gamla Europris húsinu, sem núna stendur autt.
,,Europris húsið í Baldursnesi er rúmlega 2000 fm og gæti rúmað 5-6 íþróttagreinar. Þessi lausn er enn þá á umræðustigi en ég væri til í að fá umræðu hingað inn,“ segir Grétar í færslunni.

Sambíó

UMMÆLI