Kjarnafæðismótið: KA 2 með sigur á KA 3

Bjarni Aðalsteinsson og Áki Sölvason skoruðu báðir

KA 2 og KA 3 áttust við í B-deild Kjarnafæðismótsins í gær. Þetta var fyrsti leikur KA 2 í mótinu en lið KA 3 tapaði naumlega fyrir Dalvík/Reyni í 1.umferð.

KA 2 byrjaði leikinn mun betur og Bjarni Aðalsteinsson kom liðinu yfir á 25. mínútu leiksins. Þorgeir Ingvarsson og Frosti Brynjólfsson bættu svo tveimur mörkum við undir lok fyrri hálfleiks og staðan því 3-0 fyrir KA 2 í hálfleik.

Liðsmenn KA 3 komu hins vegar af krafti inn í seinni hálfleikinn og uppskáru mark á 56. mínútu. Þar var að verki Gunnar Darri Bergvinsson. Áki Sölvason jók forskot KA 2 svo aftur upp í 3 mörk einungis mínútu síðar með 4 markinu. Þorsteinn Már Þorvaldsson lagaði svo stöðuna fyrir KA 3 á 72. mínútu og þar við sat. Lokatölur 4-2 fyrir KA 2 í fjörugum leik.

Sambíó

UMMÆLI