Mætum galvaskir til leiks næsta sumar

Jónas Björgvin Sigurbergsson skrifar:

Kæru Þórsarar, hjartans þakkir fyrir frábæran stuðning í sumar. Veturinn fór vel af stað og fórum við 8 liða úrslit Lengjubikarsins þar sem við lutum í lægra haldi fyrir góðu KR liði. Tímabilið byrjaði síðan fyrst fyrir alvöru á bikar ævintýri þar sem við rétt mörðum Tindastól og duttum síðan út fyrir Ægi, ég ætla ekki að hafa fleiri orð um það.

Fyrir tímabil vorum við mjög bjartsýnir enda búnir að endurheimta tvo frábæra leikmenn, þá Kristján Örn og Orra Hjaltalín sem stóðu sig mjög vel í sumar þrátt fyrir háan aldur. Til að setja hlutina í samhengi þá æfðu þeir færri æfingar en spilaðir leikir.

Mótið sjálft var í raun ekki gott, við fórum virkilega illa af stað og var erfitt að moka sig upp úr þessari djúpu holu sem við vorum komnir í. Næstu 11 leikir eftir þessa byrjun gáfu samt góða mynd af því hversu góðir við getum verið, þar sem við unnum 8 leiki, 1 jafntefli og 2 töp og er það sá kafli sem við ætlum okkur að taka með inn í næsta tímabil. Í þessu þríþætta sumri hjá okkur tók svo við slæmur endakafli og vorum við lengi viðloðandi efstu 2 sætin en við klikkuðum á að gera alvöru atlögu að.

Það er kannski erfitt að bera kennsl á því hvað nákvæmlega klikkaði í sumar en það eru margir jákvæðir hlutir sem hægt er að byggja á. Við spiluðum einum lang efnilegasta markmanni landsins í markinu í allt sumar og svo eigum við fullt af fleiri flottum ungum strákum sem bíða spenntir eftir að fá að setja sitt mark að alvöru á liðið og fengum við að sjá flotta takta frá þeim í sumar. Eftir að hafa spilað í efstu deild með Þórsliðinu þá var ekki ætlun neins okkar að staldra þetta lengi við í fyrstu deildinni eftir fall 2014. Ég held ég tali fyrir hönd allra leikmanna Þórs þegar ég segi að tímabilið 2017 fór ekki nægilega vel, nú er löng pása þar sem menn hugsa sinn gang. Við munum mæta galvaskir til leiks 2018 þar sem við ætlum okkur að fara upp með hjálp allra í kringum klúbbinn sem voru í efstu deildar klassa allt síðasta tímabil.

Ég vill nota tækifærið og þakka

Kristjáni Erni og Orra Hjaltalín fyrir sumarið og gangi þeim sem allra best í hverju sem þeir ákveða að taka sér fyrir hendur.

Stelpunum, Donna, Andra og öðrum sem komu að Þór/KA með þennan frábæra árangur í sumar og Íslandsmeistaratitilinn.

#DFK

Sjá einnig:

Við erum dætur Akureyrar

#pepsi17

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó