#metoo frásagnir kvenna af djamminu

Frá #metoo viðburði í Samkomuhúsinu.

#metoo baráttan hefur varla farið framhjá neinum um þessar mundir en byltingin hefur farið sem eldur í sinu út um allan heim. Þar deila konur sögum af kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir í starfi og lífinu almennt, en engin starfsstétt virðist vera undanskilin.

Margir Facebook hópar hafa verið stofnaðir sem trúnaðarvettvangur fyrir konur til þess að segja sínar sögur. Hóparnir eiga það yfirleitt sameiginlegt að gera ákveðinni starfsstétt kleift að opna umræðuna um kynferðislega áreitni innan hennar. Nú hefur verið opnaður hópur þar sem gerir konum kleift að segja frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir á djamminu á Íslandi.

Í lýsingu á hópnum á Facebook stendur:

Þessi hópur er trúnaðarvettvangur kvenna, hér segjum við frá okkar #metoo reynslum af kynferðislegu og/eða kynbundnu ofbeldi/áreiti sem við höfum orðið fyrir á djamminu á Íslandi.

Í hópnum á að ríkja fullur trúnaður og biðlum við til allra meðlima að virða það. Við viljum þó leggja áherslu á að það er alltaf hætta á trúnaðarbrest á netinu, ekki síst í eins stórum hóp og við væntum að þessi verði. Því bendum við konum á þann möguleika að senda admínum reynslusögur sínar í einkaskilaboðum svo hægt sé að koma þeim nafnlaust á framfæri í hópnum, fullum trúnaði er heitið.

Við mælum ekki með því að nafngreina gerendur beint í hópnum né gera þá greinanlega. Þetta er þolendavænn vettvangur og umræður og innlegg skulu miðast við það. Tilkynnið eða taggið admínur ef umræður stuða og/eða fara útaf sporinu. Markmiðið er að gefa út áskorun og senda yfirlýsingu á fjölmiðla. #metoo #höfumhátt #konurtala #þöggun #viðerumgosið

Til þess að skrá sig í hópinn er hægt að smella hér.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó