Nemendur Oddeyrarskóla sigruðu Lífshlaupið 2017

Nemendur Oddeyrarskóla sigruðu Lífshlaupið 2017

Í febrúar fór fram hið árlega Lífshlaup sem haldið er af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Keppt var í þremur flokkum, vinnustaðakeppni, grunnskólakeppni og framhaldsskólakeppni. Vinnustaðakeppnin stendur yfir í þrjár vikur í febrúar en hinar keppninar í tvær vikur.

Oddeyrarskóli á Akureyri sigraði grunnskólakeppnina hjá skólum með 90-299 nemendur. Starfsmenn skólans stóðu sig einnig vel í keppninni og lentu í öðru og þriðja sæti í vinnustaðakeppni 30-69 starfsmanna vinnustaða.

Framhaldskólinn á Húsavík sigraði framhaldsskólakeppnina í flokki framhaldsskóla með 1-399 nemendur. Þá lenti Verkmenntaskólinn á Akureyri í öðru sæti af framhaldsskólum með fleiri en þúsund nemendur. Hægt er að skoða öll úrslit Lífshlaupsins 2017 hér.

Kaffið.is óskar öllum þessu skólum til hamingju með glæsilegan árangur.

Sambíó

UMMÆLI