Prenthaus

Nýr barnasöngleikur í Eyjafirði

Gutti og Selma verður sýnt í Laugaborg í Eyjafirði.


Í ágúst verður frumsýnt nýtt íslenskt barnaleikrit í Laugaborg í Eyjafirði. Það heitir Gutti & Selma og ævintýrabókin og er eftir Pétur Guðjónsson. Pétur er menntaður í Viðburðastjórnun og hefur bæði séð um uppsetningar og leikstjórn í ýmsum verkum í gegnum tíðina.

Leikhópurinn  sem setur upp sýninguna kallar sig Draumaleikhúsið og er í samvinnu við Handverkshátíð Eyjafjarðar sem haldin er á Hrafnagili. Sýningin segir frá systkinum Gutta og Selmu sem eru 8 og 10 ára. Þau finna ævintýrabók og upp úr henni koma ýmsar persónur sem í fyrstu þykja afar spennandi en svo fer gamanið að kárna þegar tröll og ýmsar kynjaverur koma út úr bókinni.

Sýningin inniheldur þekkta tónlist, m.a. Guttavísur, Lagið um það sem er bannað, Ég langömmu á og Skýin svo eitthvað sé nefnt.

Sýningin er í tengslum við Handverkshátíðina eins og áður segir og hún er opin öllum. Upplýsingar um sýningartíma og miðasölu er hægt að nálgast hér.

UMMÆLI

Sambíó