Prenthaus

Nýta kalda vatnið úr Vaðlaheiðargöngum sem neysluvatn á Akureyri

Nýta kalda vatnið úr Vaðlaheiðargöngum sem neysluvatn á Akureyri

Norðurorka hf. vinnur nú að því í samvinnu við Vaðlaheiðargöng hf. að beisla kalda vatnið sem sprettur fram úr misgengi í Vaðlaheiðargöngum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

„Við ætl­um að nota þetta sem neyslu­vatn fyr­ir Ak­ur­eyr­inga,“ sagði Stefán H. Stein­dórs­son, sviðstjóri veitu- og tækni­sviðs Norður­orku í Morg­un­blaðinu í dag. „Það er miðað við að taka þarna 70 lítra á sek­úndu. Þeir verða notaðir fyr­ir al­menn­ing á svæðinu.“ Þetta vatns­magn fer nærri því að full­nægja allt að helm­ingi notk­un­ar bæj­ar­búa á köldu vatni.

Norður­orka hef­ur út­búið safn­kerfi í mis­geng­inu þar sem vatnið sprett­ur fram. Búið er að steypa safnþró og verður vatnið leitt úr henni 5,4 km leið út úr göng­un­um og áfram aðra 4-5 km til Ak­ur­eyr­ar. Stefnt er að því að tengja upp­sprett­una í göng­un­um við vatns­veit­una á Ak­ur­eyri árið 2020.

Frétt mbl.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó