Opna ísbúð í Turninum: „Við finnum það að fólki þykir vænt um þetta hús”

Opna ísbúð í Turninum: „Við finnum það að fólki þykir vænt um þetta hús”

Kaffið greindi frá því á dögunum að ísbúðin Valdís, ætlaði að opna verslun í miðbæ Akureyrar fyrir verslunarmannahelgina. Búðin verður staðsett í Turninum í Göngugötunni þar sem að Indian Curry Hut var áður.

Útibú Valdísar á Akureyri verður í eigu Akureyringa og er Guðmundur Ómarsson einn eigenda. Hann segist vera spenntur fyrir því að opna í þessu húsnæði.

„Við höfum unnið hörðum höndum seinustu vikur við að endurbæta húsið og gera það fallegt bæði að utan sem innan. Það er mjög mikið af fólki sem hefur komið og spurt okkur hvað við séum að fara að gera og allir eru rosa ánægðir að fá ísbúð í miðbæinnu,” segir Guðmundur.

Sjá einnig: Valdís opnar í miðbænum á Akureyri

Guðmundur segir að hann finni fyrir því að fólki þyki vænt um húsið.

„Þess vegna erum við að eyða pening í að gera það eins gott og fallegt eins og hægt er á meðan við höldum upprunalegu útliti. Þetta hús er eitt af aðal kennileitunum í miðbæ Akureyrar.”

Turninn er byggður árið 1927 en upprunalega var alltaf klukka á turninum. Guðmundur segir að eigendur Valdísar ætli sér að finna fallega klukku og setja á sinn stað til þess að endurvekja gamla tíma.

Áður en Indian Curry Hut opnaði í Turninum var þar vinsæl sælgætisverslun. Turninn hefur í gegnum tíðina skartað mörgum litum en verður nú ljósblár.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó