Óvíst hvenær Krónan og Elko koma til Akureyrar

Krónan Lindum. Mynd. kronan.is.

Eins og Kaffið greindi frá í lok síðasta árs stefna verslanirnar Elko og Krónan á að koma norður. Stefnt var á að byrjað yrði á framkvæmdum á þessu ári en nú er komið í ljós að þeim mun seinka um óákveðinn tíma. Þessu greinir Vikudagur frá í dag en ástæða tafanna er sú að enn á eftir að samþykkja nýtt deiliskipulag á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði.

Þórarinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs hjá Festi, sem á bæði Elko og Krónuna, segir í samtali við Vikudag að þau vilji hefja framkvæmdir sem fyrst en það velti allt á deiliskipulaginu. Hann telur það líklegt og vonar að þau geti hafið framkvæmdirnar einhverntímann á næsta ári.
Svæðið sem um ræðir er Glerárgata 36 en þar eiga báðar verslanirnar að standa með bílastæði mitt á milli þeirra.

UMMÆLI