Sigurður Þrastarson tryggði sér sæti á Evrópuleikunum í CrossFit í fimmta sinn

Sigurður Hjörtur Þrastarson

Sigurður Hjörtur Þrastarson, CrossFit þjálfari hjá CrossFit Akureyri hefur tryggt sér sæti á Evrópuleikunum í CrossFit sem fram fara í Madrid í júní.

Sigurður tryggði sér þátttökuréttinn með því að hafna í 9. sæti í Evrópu í CrossFit open sem er opin undankeppni fyrir leikana.

Til mikils er að vinna á mótinu í Madríd því fimm efstu á því móti vinna sér inn þátttökurétt á sjáfum Heimsleikunum í CrossFit. Þeir fara fram í Madison, Wisconsin í sumar.

Annar Norðlendingur, Björk Óðinsdóttir sem búsett er í Danmörku tryggði sér einnig þátttökurétt á mótinu en hún hafnaði í 6. sæti í kvennaflokki.

UMMÆLI