Prenthaus

Skautafélag Akureyrar neitar alvarlegum ásökunum á hendur yfirþjálfara: „Það er alveg á hreinu að þjálfarar eiga aldrei að setja iðkendur í svona erfiða aðstæður”

Skautafélag Akureyrar neitar alvarlegum ásökunum á hendur yfirþjálfara: „Það er alveg á hreinu að þjálfarar eiga aldrei að setja iðkendur í svona erfiða aðstæður”

Skautafélag Akureyrar hefur sent frá sér yfirlýsingu og neitað öllum ásökunum á þjálfara og stjórn LSA. Ómar Már Þóroddsson birti fyrr í vikunni færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann sagði frá því að fjölskylda hans neyddist til þess að flytja suður vegna þess að ekki væri ásættenlegt að vera áfram í listhlaupadeild SA vegna hegðunnar yfirþjálfara.

Ómar segir að yfirþjálfari innan listhlaupadeildarinnar hafi byrjað að þjálfa dætur hans verr eftir að sú elsta hafi neitað að fara á stefnumót með honum.

Hann segir að stjórn LSA hafi staðið með þjálfaranum og eftir kvartanir þeirra hafi fleiri mál komið upp sem gerðu það að verkum að dætur hans vildu ekki halda áfram að æfa með félaginu.

„Var haldin fundur með ÍBA og stjórn LSA og formanni SA þar sem jú það var viðurkennt að þetta mál með að þjálfarinn væri að reyna við iðkanda væri ÓHEPPILEGT. En allt annað væri í frábæru standi. Það er nú reyndar skrýtið þar sem fækkað hefur mikið í klúbbnum og held ég að hann hafi aldrei verið minni allavega ekki seinustu 10 til 12 ár. Það sem er líka skelfilegt er að búið er að fæla þá Íslendinga sem voru að þjálfa í klúbbnum burtu af einhverjum ástæðum,” skrifar Ómar.

Hann segist vera með í höndunum tölvupóst þar sem samskipti yfirþjálfarans við dóttur hans, sem var undir lögaldri, séu vistuð.

„Það er alveg á hreinu að þjálfarar eiga aldrei að setja iðkendur í svona erfiða aðstæður. Það er alveg sama hvað er gert iðkandinn kemur alltaf illa út úr svona aðstæðum. En stjórn LSA var reyndar alveg sama. Reyndar var einn aðili sem skammaðist út í okkur og taldi þjálfarann góðan en þegar á reyndi var hann ekki nógu góður fyrir hans iðkanda.”

Skautafélagið sendi frá sér tilkynningu vegna ásakanna Ómars í dag. Í henni segir að málið hafi verið unnið með fagaðilum innan íþróttahreyngarinnar og að engar sannanir né merki um að þjálfari listskautadeildarinnar hafi brotið siðareglur eða misunað iðkendum.

Stjórn Skautafélags Akureyrar telur málinu lokið af sinni hálfu og mun ekki tjá sig frekar um málið.

UMMÆLI

Sambíó