Sr. Svavar, Snorri í Betel og stjórnarmenn Siðmenntar á Amour í kvöld


Í kvöld, föstudaginn 8. september, fer fram vægast sagt áhugaverður viðburður á kaffihúsinu og skemmtistaðnum Kaffi Amour. Þar koma saman þeir Snorri í Betel, Sr. Svavar Alfreð Jónsson, Sigurður Hólm Gunnarsson og Helgi Hrafn Gunnarsson stjórnarmenn Siðmenntar til þess að ræða um trúarbrögð, húmanisma og siðfræði. Allt eru þetta menn með mjög misjafnar skoðanir á þessum efnum og verður því virkilega spennandi að sjá hvernig umræðurnar þróast.

Viðburðurinn ber heitið Efast á kránni en það á nafn sitt að sækja í Skeptics in the Pub. Það er rík hefð fyrir viðburðum af þessu tagi í útlöndum þar sem trúleysingjar og efahyggjufólk hittist reglulega og spjallar saman. Skeptics in the Pub er meðal annars starfandi í Bretlandi, Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada, og nú á Akureyri virðist vera.

Nánar um viðburðinn hér. 

UMMÆLI

Sambíó