Stefnuleysi meirihlutans í nýrri fjárhagsáætlun

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar var samþykkt í bæjarstjórn Akureyrar í vikunni með 7 atkvæðum meirihlutaflokkanna og VG. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar sátu hjá í atkvæðagreiðslunni.

Í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks segir að þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í vinnubrögðum við fjáhagsáætlunina megi enn bæta úr. Þar segir að ákveðið stefnuleysi meirihlutans í bænum birtist í áætluninni.

Þar er bent á að í fyrirliggjandi áætlun að tillögur meirihlutans um fjárveitingar til einstakra verkefna undanfarin ár hafa ekki gengið eftir. Ábendingar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hafi hins vegar gengið eftir.

„Má þar nefna að kostnaður við Listasafnið stefnir í 700 milljónir með búnaði en ekki 400 – 500 milljónir, kostnaður við framkvæmdir í Sundlaug Akureyrar stefnir í yfir 400 milljónir en við töldum rétt á sínum tíma að miða við þá áætlun sem lá fyrir eða 385 milljónir en ekki 285 eins og samþykkt var, framkvæmdir við lóð Naustaskóla verða ekki undir 100 milljónum eins og við bentum alltaf á en ekki 60 milljónir eins og áætlað var. Það vekur einnig athygli að í þessari áætlun er ekki gert ráð fyrir að ljúka framkvæmdum á lóðinni og í raun ekki gert ráð fyrir því næstu fjögur árin“, segir í bókuninni.

Í bókuninni segir einnig að ekki sé horft til framtíðar með skipulögðum hætti, engin 10 ára sýn sé til staðar. Ekki komi fram að það standi til að lækka viðmiðunaraldur á leikskólum með formlegum hætti þó það standi til að taka börn inn í leikskóla næsta haust frá 16 mánaða aldri. Þá er lagt til í áætluninni að nútímavæða skóla Akureyrar og ætlaðar til þess verks 20 milljónir á ári næstu 3 árin. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segja að ekki sé þó hægt að sjá hvað standi til að gera og það vanti sýn og stefnumótun.

„Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfum á undanförnum árum kallað eftir betri upplýsingum og greiningum við þessa vinnu svo byggja megi ákvarðanir á gögnum. Nú eru lagðar fram starfsáætlanir ráða og sviða þar sem koma fram markmið, magntölur og upplýsingar um þjónustu. Þá er lögð fram heildstæð greinargerð með áætluninni sem gerir alla umræðu um áætlunina markvissari og málefnalegri. Þessu ber að fagna en áfram verður að þróa þessi gögn og tæki sem upplýsingagrunn fyrir bæjarfulltrúa og íbúa Akureyrar. Við lýsum fullum vilja okkar til að koma að þeirri vinnu nú sem fyrr.“

Bókunina má sjá í heild sinni hér.

Sjá einnig:

Stefnuleysi meirihlutans í nýrri fjárhagsáætlun

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó