Prenthaus

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir

Cantoque Ensemble er 8 radda sönghópur, starfræktur á Íslandi. Hann inniheldur marga af bestu söngvurum landsins, bæði á sviði snemmtónlistar, nútímatónlistar og óperu. Cantoque Ensemble er því eini atvinnukór landsins sem ekki tengist Íslensku óperunni. Söngvararnir eru Hallveig Rúnarsdóttir, Þórunn Vala Valdimarsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Lilja Dögg Gunnarsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Þorkell Helgi Sigfússon, Fjölnir Ólafsson og Hafsteinn Þórólfsson.

Meðlimir hópsins hafa margir hverjir sungið hlutverk á sviði Íslensku óperunnar og víðar, sungið með hljómsveitum víða um heim og hlotið ótvíræðar viðurkenningar fyrir söng sinn. Allir söngvarar hópsins eru virkir á konsertsviðinu auk þess sem þau syngja mikið saman við hverskyns tækifæri og eiga því auðvelt með að ná samhljómi.

Sunnudaginn 8. júlí kl. 17:00 heldur sönghópurinn tónleikana Þjóðlög í þjóðleið í Akureyrarkirkju þar sem hann tekst á við útsetningar á íslenskum þjóðlögum, bæði nýjar og gamlar. Frumfluttar verða útsetningar eftir Hafstein Þórólfsson og Hildigunni Rúnarsdóttur.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

Tónleikaröðin er styrkt af Norðurorku, KEA, Akureyrarstofu og Sóknarnefnd Akureyrarkirkju og eru partur af Listasumri á Akureyri. Allar nánari upplýsingar veitir Lára Sóley Jóhannsdóttir, verkefnastjóri Sumartónleika í Akureyrarkirkju á netfangið sumartonleikarakureyri@gmail.com eða í síma 8670749.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó