Þrjú hjúkrunarrými sérstaklega ætluð sjúklingum með geðræn vandamál

Þrjú hjúkrunarrými sérstaklega ætluð sjúklingum með geðræn vandamál

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur veitt Öldrunarheimilum Akureyrar (ÖA) heimild til reksturs þriggja hjúkrunarrýma sem verða sérstaklega ætluð til að mæta þörfum hjúkrunarsjúklinga með alvarleg geðræn vandamál. Þetta kemur fram í tilkynningu velferðarráðuneytinu.

Heimildin er veitt í samræmi við óskir stjórnenda ÖA sem telja að jafnaði þörf fyrir þrjú til fimm hjúkrunarrými á ári til að mæta þjónustuþörf hjúkrunarsjúklinga með geðræn vandamál sem ekki verður sinnt sem skyldi í almennum rýmum. Hentugt húsnæði er fyrir hendi en áætlaður viðbótarkostnaður vegna þessara breytinga nemur 1,5 milljón á ári fyrir hvert hjúkrunarrými.

Nýlega veitti heilbrigðisráðherra stjórnendum hjúkrunarheimilisins Markar við Suðurlandsbraut heimild til að breyta tíu almennum hjúkrunarrýmum í sérhæfð geðhjúkrunarrými.

„Fagfólk hefur lengi bent á að hjúkrunarsjúklingar sem glíma við alvarlegar geðraskanir þurfa sérhæfða umönnun og þetta eru því mikilvægt skref til að bæta umönnun, aðstæður og aðbúnað fólks á hjúkrunarheimilum“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó