Topp 10 – Frasar sem ég hata

Siggi Hlö er mikill frasa kóngur

Siggi Hlö er mikill frasa kóngur

Við Íslendingar erum mjög gjörn á að taka upp allskyns frasa og sökum fámennis þá berast þeir mjög hratt milli manna og verða vinsælir. Frasar eru að sjálfsögðu mikið notaðir í samtölum fólks en einnig á samfélagsmiðlum. Sumir frasar eru góðir, eiga vel við og festast til frambúðar. Aðrir eru ömurlegir en festast líka. Ég ákvað því að taka saman þá 10 frasa sem ég hata mest.

10. Afsakið meðan ég æli – Þessi er mest notaður á netinu og oftar en ekki af leiðinlegu fólk sem finnur sig knúið til að ræða um pólitík á samfélagsmiðlum.

9. Sorrý memmig – Fólk sem afsakar sig með því að segja „sorrý memmig“ fær ekki fyrirgefningu frá mér, því miður.

8. Topp næs – Ekki í fyrsta skipti sem ég fordæmi notkun þessa frasa. Viðbjóðslegur frasi.

7. Skil þetta bara eftir hér– Hipsterar og gott fólk setur þennan frasa oft með þegar þeirra greinum er deilt á samfélagsmiðla. Greinarnar fjalla oftar en ekki um mikilvægi þess að vera vegan, spillingu Bjarna Ben eða hlýnun jarðar.

6. Þetta er svo mikið 2007 – Nú er komið árið 2017 og ég vil biðja alla sem ennþá nota þennan frasa vinsamlegast um að hætta því strax.

5. Hakuna matataÉg hef í alvörunni heyrt fullorðið fólk segja þetta, vona að það komi ekki fyrir aftur.

4. Að vera á vagninum –  Allt of mikið notaður frasi meðal knattspyrnuáhugamanna og þá í því samhengi að styðja við ákveðna leikmenn eða lið. Dæmi:„Ég er á Messi vagninum“

3. PR og Rx og allir þessir helvíts Crossfit frasarFyrir utan þá staðreynd að venjulegt fólk skilur ekki þessa frasa þá er öllum drullu sama um hvernig þér gekk í ræktinni í morgun.

2. Læk á það – Frasi sem eins og nafnið gefur til kynna byrjaði á Facebook en var tekinn upp meðal miðaldra manna til að lýsa yfir ánægju. Alveg hræðilegt.

1. Punktur is – Þetta er frasi sem varð mjög vinsæll fyrir sirka 10-15 árum síðan. Þá þótti mjög nett að setja .is fyrir aftan allt sem þú segir. Það versta er að ég heyri þetta enn notað. Það er bara snilld.is.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó